Yi VR 360 Camera - Skilavara

Yi VR 360 Camera - Skilavara

Vörunúmer:

Venjulegt verð 52.990 kr 44.990 kr á afslætti!


Innsigli rofið en að öðru leyti í upprunalegu standi og alveg ónotað.

Sýndarveruleika (VR) myndavél frá Yi. Taktu myndbönd í 360° og náðu þannig öllu umhverfinu í mynd.

Hægt er svo að spila myndböndin með sýndarveruleika gleraugum eins og t.d. HTC Vive, Oculus rift og í símum (Xiaomi Vr og Galaxy vr t.d).

Hægt er að taka upp í allt að 5,7 K upplausn sem veitir gífurlega fallega og skarpa mynd. Einnig notar vélin tvær myndflögur frá Sony sem eru mjög framarlega á því sviði.

Með Yi appinu er hægt að senda í beinni frá myndavélinni á Facebook, Youtube og fleiri stöðum með því að tengja hana þráðlaust við síma.

Vélin notast við microSD kort fyrir geymslu á myndböndum. Við mælum sterklega með því að notast við mjög hratt sd kort þar sem gögnin frá vélinni eru gífurlega stór. Mælt er með SD kortum í U3 classa.