Smartmi Air Humidifier

Smartmi Air Humidifier

Vörunúmer: s1020

Venjulegt verð 29.990 kr á afslætti!


Smartmi Air Humidifier

Smartmi Air Humidifier er frábær viðbót við Mi Home línuna frá Xiaomi. Þetta snjalla rakatæki sér til þess að rakastig í herberginu helst eins og þú villt hafa það. Rakatæki eru að verða sí vinsælli inn á heimilum um allan heim þar sem það hefur sýnt sig hversu góð áhrif þau geta haft á loftgæði og heilsu fólks.

Kostir þess að hafa rakatæki inn á heimilinu eru margir en einna helst hjálpar það fólki með ofnæmi og þeim sem eru með þurra húð, háls eða nef. Rakatækið er afar einfalt í notkun og þarf ekki að taka það í sundur eða opna til að fylla á vatnið heldur er því einfaldlega helt beint ofan í tækið. Síðan gera skynjarar í rakatækinu það að verkum að þegar vatnið tæmist þá slekkur tækið á sér sjálfkrafa.

Auðvelt er að stjórna tækinu og stilla eftir þínu nefi með Mi Home snjallforritinu en þar er til dæmis hægt að velja hvenær það kveikir og slekkur á sér. Tækið gefur aðeins frá sér 34.3db og er því afar hljóðlátt í notkun. Til samanburðar gefa ryksugur yfirleitt frá sér 70-80db. í notkun.

Tæknilegar upplýsingar.

Color  White
Brand Smartmi
Model Pure Evaporative Air Humidifier
Water Tank Capacity 4L
Material Plastic
Product Weight 5.1700 kg
Product Size (L x W x H): 35.00 x 35.00 x 70.00 cm
Voltage Input 220-240V