Lýsing
Roborock S6
Roborock S6 er nýjasta viðbótin í vinsælu Roborock línunni frá Xiaomi sem slegið hefur í gegn hérlendis. Bráðsnjallt ryksuguvélmenni sem moppar líka en Roborock verður bara snjallari með hverri útgáfu. Sigraðu óhreinindin með Roborock S6. Mikil vinnsla og nákvæmt leiðsögukerfi gerir það að verkum að S6 getur kortlagt heimilið þitt og þrifið hvert herbergi fyrir sig eða allt heimilið með fáeinum smellum í símanum þínum. Þessi ryksuga hentar vel þeim sem eru með gæludýr á heimilinu.
Ennþá hraðari og klárari!
Hún fer þangað sem þú vilt
Roborock S6 er með 360° laser skynjara sem snýst 300 sinnum á mínútu sem gerir ryksuguna ákaflega ratvísa og skipulagða. Einnig kortleggur hún rýmin í húsinu þínu af mikilli nákvæmni. Eftir að hún hefur kortlagt rýmið getur þú séð og stjórnað öllum aðgerðum úr Mi Home snjallforritinu en þar er meðal annars hægt að setja bannsvæði fyrir ryksuguna og skipuleggja þrif fram í tímann á öllu rýminu, eða aðeins á ákveðnum svæðum.
Skynjar umhverfið sitt
Fjöldi skynjara, með hraðamæli, kílómetramæli, innrauðum hæðarskynjara, áttavita og fleira gefur S6 ryksuguvélmenninu 360 ° skynjun. Hún veit hvar hún er öllum stundum. Hún getur forðast stiga, fundið sér leið út úr vandræðum og heldur verðmætunum þínum öruggum.

Það helsta sem Roborock S6 hefur fram yfir forvera sína er minni hávaði, meiri sogkraftur og öflugri örgjörvi. Það ætti ekkert heimili og enginn vinnustaður að láta þetta bráðsnjalla tryllitæki framhjá sér fara. Algjör skyldueign.
Tæknilegar upplýsingar
Dimensions | 8 inches in diameter and 3.8 inches tall |
Battery life | 3 hours run time on quiet mode |
Suction Power | 2000 Pa |
Cleaning area on single charge | 250m2 |
Running time | 150 min |
Battery Capacity | 5200 mAh |
Water Tank Capacity | 160 ml |
Dustbin Capacity | 480 ml |
Noise | 67dB (Balanced Mode) 64dB (Quiet Mode) |