Xiaomi

Mi Robot Vacuum Mop Pro

Staða Á lager Væntanlegt

Vörunúmer: s1071

Venjulegt verð 69.990 kr |  Þú sparar -69.990 kr (Liquid error (sections/product-template.liquid line 177): divided by 0%)

Verslaðu fyrir í viðbót og fáðu ókeypis heimsendingu!

Til hamingju! Þú færð ókeypis heimsendingu

Lýsing

Næsta kynslóð ryksugu-vélmenna

Nýjasta kynslóð af mest seldu ryksuguvélmenni heimsins er loksins komin og hún er frábær! Enn meiri sogkraftur, uppfærðir skynjarar sem auka afkastagetuna, moppa, getur klifrað 2cm þröskulda og margt fleira gerir þetta ryksuguvélmenni að einu hagkvæmasta ryksuguvélmenni sem völ er á í dag.

Það sem einkennir Mi Robot Vacuum Mop Pro er að hún er fyrsta ryksuguvélmennið frá Xiaomi sem er bæði með LDS laser-skynjara og moppu eiginleika. Þetta er meðal þess sem gerir hana að bestu kaupum í þessum verðflokki!

 

Nýr og bættur LDS skynjari

Laser-skynjarinn í ryksuguvélmenninu er einn stærsti þátturinn í því sem gerir tækið að einni skipulögðustu og skilvirkustu ryksugu sem völ er á í dag. Mi Robot Vacuum Mop Pro er með bættari og fullkomnari Laser skynjara en nokkru sinni fyrr og veldur hann ekki vonbrigðum. 

Í Mi Robot Vacuum Mop Pro er nýr og bættur LDS laser-skynjari sem er nokkurs konar augun fyrir heilann á bakvið velgengi Robot Vacuum ryksuganna. Nýja kynslóð LDS laser-skynjarans er með uppfærðu reikniriti sem er hraðari, nákvæmari og getur skannað lengri vegalengdir en forveri sinn. Þetta gerir það að verkum að Mi Robot Vacuum Mop Pro er ein mest skipulagða snjall ryksuga sem Xiaomi hefur upp á að bjóða í dag. 

Skipulag ryksugunnar gerir það að verkum að þú þarft ekki að segja henni neitt, þú bara ýtir á takkann á ryksugunni eða í appinu og segir henni að byrja að þrífa. Ef þú breytir skipulagi heimilisins eða færir húsgögn til þá þarf ekki að láta ryksuguna vita heldur aðlagar hún sig að umhverfinu hverju sinni. Einnig er hægt að taka hana með sér í aðra íbúð og tengja hana við Wi-Fi þar og ryksugan sér um rest.

Sjálfvirk hleðslu áfylling

Mi Robot Vacuum Mop Pro inniheldur 3.200mAh rafhlöðu og býr yfir þeim eiginleika að þegar rafhlaðan er komin undir 15% fer hún sjálf í hleðslustöðina, hleður rafhlöðuna upp í 80% og heldur svo áfram þar sem frá var horfið. Þrátt fyrir þennan bráðsnjalla eiginleika þá er ryksugan fær um að þrífa í allt að 110 mínútur án þess að verða rafmagnslaus. 

Allt í appinu

Síðast en ekki síst er stór partur af því sem gerir snjallryksugurnar frá Xiaomi jafn notendavænar og raun ber vitni er Xiaomi Home snjallforritið, en þar er hægt að stjórna og skipa ryksugunum fyrir, hvort sem þú vilt setja upp bannsvæði, biðja ryksuguna um að þrífa tiltekin herbergi aftur eða segja henni að fara alltaf í gang kl 18:00 alla virka daga. Þú þarft ekki einusinni að vera heima hjá þér eða nálægt ryksugunni, þú gætir þess vegna verið hinum megin á hnettinum. Möguleikarnir eru endalausir!

Tæknilegar upplýsingar

ModelSTYJ02YM
Battery Capacity3200mAh
Wi-Fi2,4GHz 802.11 b/g/n
Running Time60-130 minutes
Climbing ability20mm
Weight3.6kg
Rated Power33W
Working Noice70dB (Standard Mode)                                                                              
Suction Power2100Pa suction power
Size35 x 35 x 9.45 cm
Water Tank capacity0.2L
Dust bin capacity0.3L                                                                                                              

Nýlega skoðaðar vörur

Mi Robot Vacuum Mop Pro

Hverju ertu að leita að?

Karfan þín