Mi Electric Scooter - Aukahlutir

Mi Electric Scooter - Aukahlutir

Vörunúmer: a1022

Venjulegt verð 6.990 kr á afslætti!


Sniðugir aukahlutir fyrir vinsæla Mi Electric Scooter rafmagnshlaupahjólið.

 

Hleðslutæki - Með Mi Electric Scooter fylgir hleðslutæki en gott getur verið að eiga auka hleðslutæki.

Krókur - Sterkbyggður járn krókur með gott burðarafl sem festist á háls hjólsins. Einföld og góð leið til að geyma hjálminn, töskuna, bakpokann, yfirhöfnina eða hvað svo sem þér dettur í hug.

Taska - Látlaus og þægileg taska sem passar fyrir flest öll hlaupahjól og reiðhjól, fullkomið fyrir Mi Electric Scooter. Umgjörðin á töskunni er úr hörðu efni sem veitir góða vörn fyrir það sem er inn í henni ásamt því að gera hana rúmgóða með nóg af plássi fyrir hluti eins og farsíma, myndavélar, auka föt, hleðslutæki eða vatnsflösku. Tvær festingar að ofan sem smellast á stýrið og tvær aðrar festingar að neðan sem smellast á hálsinn á hjólinu og halda þannig töskunni á sínum stað.

Barna handfang - Mjúkt handfang sem auðvelt er að festa á háls hjólsins svo hægt sé að reiða börn með öruggum hætti. Einnig er hægt að nota handfangið sem hanka með því að hengja hjálminn eða töskuna á handfangið. Þetta er því einföld en fjölnota viðbót við hlaupahjólið þitt.

Símastandur - Síma standur fyrir öll hjól sem auðvelt er að festa á stýrið. Ef þú ert stoltur eigandi Mi Electronic Scooter þá er þetta aukahlutur sem þú mátt ekki láta þig vanta. Með snjallforritinu Mi Home getur þú breytt símanum í mælaborð og fylgst með hraða, vegalengd og stöðu rafhlöðu. Standinn er hægt að stilla eftir 55mm til 100mm breiðum símtækjum og passa þar af leiðandi flest allir snjallsímar í standinn.

Diskabremsu lás - Lás sem læsist á diskabremsuna og er þar af leiðandi nánast ómögulegt að stela hlaupahjólinu. Einnig fylgir með stál vír til þess að tryggja hjólið enn betur. Lásinn sjálfur er fyrirferða lítill og passar auðveldlega í vasann.

Fyllt Dekk fyrir Mi Electric Scooter - Þar sem dekkið er fyllt er engin hætta á því að það geti sprungið. Dekkin eru endingargóð og gefa einnig góða fjöðrun.