
Lýsing
Öflugri en áður
Lofthreinsitæki eru orðin mikilvægur partur í daglegu lífi fólks. Á hverjum degi erum við umkringd allskonar smáögnum og eiturefnum í loftinu sem skerða lífsgæði okkar svo um munar. Lofthreinsitækin frá Mi hafa farið sigurför um heiminn vegna þess að þau eru einstaklega skilvirk og öflug en einnig af þeirri ástæðu að þau eru líka falleg, stílhrein og passa vel inn í nútíma heimili.
Það sem Mi Air Purifier Pro hefur fram yfir forvera sína er hversu kröftugt tækið er en tækið ræður við töluvert stærri rými en önnur lofthreinsitæki í svipuðum umbúðum og stærðargráðu. Mi Air Purifier Pro er með OLED skjá sem sýnir notandanum stöðuna á loftinu hverju sinni, en það er líka hægt að fylgjast með stöðunni og setja inn skipanir í gegnum Xiaomi Home snjallforritið. Skjárinn á Pro aðlagar birtustig sitt hverju sinni og er því ekki að halda fyrir þér vöku á nóttunni með björtum útfjólubláum geislum.
Mi Air Purifier Pro hentar sérstaklega vel fyrir stærri heimili eða vinnustaði. Lofthreinsitæki er sérstaklega hentugt fyrir skrifstofurými eða staði þar sem margt fólk safnast saman í sama rýminu.
Loftið sem við öndum að okkur á hverjum degi getur verið fullt af allskonar eiturefnum og bakteríum. Þar má sem dæmi nefna, gas, efni úr eldunar tækjum, bakteríur í lofti svifryki og loftmengun að utan. Mi Air Purifier Pro hjálpar við að minnka áhrif þessa skaðvalda svo um munar.
Mi Air Purifier Pro talar bæði við Amazon Alexa og Google Assistant.
Tæknilegar upplýsingar
Model | AC-M3-CA |
CADR(Clean air delivery rate) | 500m3/h |
Recommended Coverage Area (m²) | 30-60 m² |
Wi-Fi Module | Wi-Fi IEEE 802.11 b/g/n 2.4GHz |
Dimensions | 260 x 260 x 735mm |
Gross Weight | Approx. 8.0kg |
Rated Voltage | 165-240 V |
Power Consumption | 66 W |
Rated Frequency | 50/60 Hz |
Package Contents | Air Purifier, filter, power cord, user manual, warranty notice, quick start guide. |