Mi Iceland

Mi Iceland er umboðsaðili kínverska hugbúnaðar- og snjalltækjaframleiðandans Xiaomi, Mi. 

Við keppumst við að bjóða upp á sem flestar vörur frá Xiaomi á sem besta verði hér á landi. Allar vörurnar njóta tveggja ára ábyrgðar til einstaklinga og eins árs ábyrgðar til fyrirtækja, nema annað sé sérstaklega tekið fram. 

Sem stendur er Mi Iceland einungis með vefverslun en viðskiptavinum er þó velkomið að líta við í heimsókn, hvort sem er til að skoða vörur, sækja pöntun, versla á staðnum eða almennt spjall og kaffi með því. Skrifstofur Mi Iceland eru opnar frá 10:00 - 17:00 alla virka daga og eru staðsettar í Síðumúla 23 (gengið inn bakatil), 108 Reykjavík. 

Einkennisorð Mi Iceland er Borgaðu minna fyrir meira því það á svo sannarlega við.

 

Xiaomi

Fyrir þá sem ekki þekkja Xiaomi, einnig þekkt sem einfaldlega Mi, er það kínverskt fyrirtæki sem stofnað var árið 2010 af Lei Jun. Lei Jun hafði þá sýn að hágæða raftæki þyrftu ekki að vera rándýr og með því varð Xiaomi til.

Þó Xiaomi sé tiltölulega nýtt fyrirtæki þá hefur það skipað sér sterkan sess í tækniheiminum með áreiðanlegum tækjum á góðu verði. Sem dæmi kom fyrsti síminn, Mi 1 út árið 2011 og aðeins þremur árum seinna voru þeir orðnir 3. stærstu farsímaframleiðendum í heiminum. Frá árinu 2014 hefur Xiaomi verið einn af fimm stærstu farsímaframleiðendur í heiminum og stærsti farsímaframleiðandi í Asíu.

Vöruúrval Xiaomi er fjölbreytt, allt frá talstöðvum yfir í snjallsíma, lítil heyrnartól yfir í stórt heimabíó, spjaldtölvur yfir í flatskjái og allt þar á milli. Xiaomi er einnig leiðandi í hugbúnaðargerð og þróar meðal annars fjölda smáforrita fyrir síma.

Markmið Xiaomi er einfalt: Bjóða meiri gæði á lægra verði.

Fyrir nánari upplýsingar um Xiaomi, smelltu hér.
Til þess að skoða heimasíðu Xiaomi, smelltu hér.