Tilkynning vegna COVID-19

Eins og flestir hafa tekið eftir er COVID-19 að hafa áhrif á rekstur fyrirtækja í landinu. Mi Iceland vill koma eftirfarandi skilaboðum áleiðis til viðskiptavina:

 

Allar pantanir eru afgreiddar í gegnum Íslandspóst, það á einnig við um pantanir á höfuðborgarsvæðinu. Við afgreiðum allar pantanir samdægurs til Íslandspósts. Þetta getur valdið einhverjum töfum á afhendingu pantana vegna álags hjá Íslandspósti en við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að pantanir séu afgreiddar á sem stystum tíma.

Aukin áhersla verður lögð á símaverið, tölvupóstþjónustu og Facebook-skilaboð og reynum við að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er.

Opnunartími verslunar og símavers er alla virka daga frá 11:00 til 17:00. Að því sögðu hvetjum við viðskiptavini til þess að mæta ekki í verslun að óþörfu. Það er hægt að nálgast allar vörur sem við bjóðum upp á á heimasíðu okkar og svörum við öllum fyrirspurnum eins fljótt og við getum. Eins og fram hefur komið afgreiðum við allar pantanir samdægurs.

Síðast en ekki síst minnum við á að ekkert sendingargjald er tekið fyrir heimsendingu! 

Að öðru leiti helst starfsemi Mi Iceland óbreytt.

Hverju ertu að leita að?

Karfan þín