Hafa samband

 

Við tökum öllum spurningum og ábendingum fagnandi svo endilega láttu heyra í þér og við reynum eftir fremsta megni að svara þér ekki seinna en næsta virka dag. Einnig er hægt að hringja í síma 537-1800 alla virka daga frá 10:00-17:00.

 

Hér að neðan má sjá algengar spurningar.

Eru símarnir ykkar í ábyrgð?
Já, allar vörurnar okkar eru í ábyrgð og þar á meðal símarnir. Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn eða endurgreiðum ef þess er krafist. Viðgerðir sem falla ekki undir ábyrgðarmál (eins og brotinn skjár) þarf viðskiptavinur að greiða fyrir nýjan skjá og þjónustu.

Virka þessir símar eins og allir aðrir símar, er Google Play Store innbyggt?
Já, símarnir okkar virka eins og hver annar sími, þ.e.a.s. Google Play Store kemur innbyggt þar sem hægt er að sækja öll smáforrit.

Eru þið með verslun?
Nei, eins og er erum við einungis með vefverslun. 

Get ég fengið að skoða?
Já, við gerum okkar besta í að koma til móts við viðskiptavini okkar og bjóða þeim að skoða þær vörur sem hann / hún hefur áhuga á. Best er að senda okkur skilaboð í gegnum vefsíðuna með því að ýta hingað, senda okkur skilaboð í gegnum Facebook með því að ýta hingað eða hringja í síma 537-1800 fyrst.

Hvað er langur afhendingar tími?
Við reynum að afhenda pantanir samdægurs sem berast fyrir klukkan 17:00 á höfuðborgarsvæðið alla daga vikunnar, meira að segja um helgar! Pantanir utan höfuðborgarsvæðisins fara í póst næsta virka dag eftir að pöntunin berst og tekur þá við afhendingartími Íslandspóst sem er allt frá 1-3 virkir dagar. Sé varan ekki til á lager verður haft samband við viðskiptavininn og honum tilkynntur um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.

Vinsamlegast sendið tölvupóst á vidgerdir@mii.is fyrir viðgerðarþjónstu.