Viðgerðarþjónusta

Það kemur fyrir að hin og þessi tæki bila eða slys gerast og þá er mikilvægt að fá fljóta og góða viðgerðarþjónustu. Öll tæki sem keypt eru hjá okkur njóta tveggja ára ábyrgðar til einstaklinga og eins árs ábyrgðar til fyrirtækja.

Við reynum að hafa alla helstu varahluti til á lager en hægt er að slá in netfang til að óska eftir ákveðnari viðgerð sem ekki eru til varahlutir í á lager og við pöntum þá inn og verðum í sambandi þegar þeir koma.

Ef tækið þitt krefst annars konar viðgerðar eða þú hefur einhverjar spurningar getur þú sent tölvupóst á netfangið mii@mii.is og við svörum þér við fyrsta tækifæri!

Við tökum enga ábyrgð á gögnum á símum og öðrum tækjum. Við mælum með að allir séu duglegir að taka afrit með þjónustum á borð við Google Drive, Dropbox eða Google Photos.

Tæki í viðgerð þurfa að berast á skrifstofur Mi Iceland í Katrínartúni 2, 105 Reykjavík.

15 vörur