Lýsing
Redmi Note 9 Pro er nýjasti síminn í Redmi línunni frá Xiaomi en hann fylgir eftir hinni geysivinsælu Redmi Note 8 línu. Redmi Note 9 Pro skartar björtum og stílhreinum skjá með "Dot-Display" sem er magnað fyrir síma með LCD skjá. Síminn er með frábæra sjálfu myndavél og 64MP aðal myndavél.
Frábær skjár
Það sem einkennir Redmi Note 9 Pro er það fyrsta sem þú sérð, skjárinn. En hann er ótrúlega flottur fyrir síma í þessum verðflokki. Síminn skartar björtum og flottum 6.67" skjá með 1080 x 2400 upplausn. Redmi Note 9 Pro er með Corning Gorilla Glass 5 skjá sem verst vel gegn rispum og er sterkbyggður og áreiðanlegur. Skjárinn er 450 nits í venjulegri notkun.
Skvettuvörn
Redmi Note 9 Pro er með P2i skvettuvörn sem gerir hann sterkari gegn bleitu og rigningu. Síminn notfærir sér nanóhúðar-tækni til að tryggja að tækið þitt sé varið gegn kröftum náttúrunnar. Síminn er ekki vatnsheldur og við mælum ekki með að fara með hann í sund eða skola hann í sturtunni en þú ættir ekki að þurfa að hafa áhyggjur af honum ef það skvettist á hann vatn.
Áreiðanleg rafhlaða!
Rafhlaðan í Redmi Note 9 Pro er frábær og ætti að endast venjulegum notanda í 2 daga á einni hleðslu! Síminn er með 5020mAh rafhlöðu og styður við 30W hraðhleðslu þannig að þegar síminn tæmist er notandinn fljótur að fá fulla hleðslu á hann aftur og byrja að nota hann aftur.
All í allt er Redmi Note 9 Pro frábær sími með fínustu myndavél, frábæra rafhlöðu og þú færð einfaldlega ekki betri síma á þessu verði í dag!
Í kassanum fylgir:
- Hleðslutæki
- Sílikon hulstur
- Leiðarvísir
Tæknilegar upplýsingar:
General
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Screen
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Camera
|