Mi Home Security Camera 360°

Mi Home Security Camera 360°

Venjulegt verð 9.690 kr á afslætti!


Mi Home Security Camera 360° er hágæða öryggismyndavél á einstöku verði. Fylgstu með heimilinu í frábærum gæðum og fáðu tilkynningar þegar myndavélin skynjar hreyfingu.

Myndavélina þarf einungis að tengja í rafmagn þar sem hún sendir myndefnið í gegnum þráðlaust net og með Mi Home smáforritinu getur þú fylgst með í snjallsímanum og tölvunni í rauntíma. Myndavélin getur svo látið þig vita með tilkynningu í símann ef hún skynjar hreyfingu og byrjar hún á sama tíma að taka upp.

Myndavélin tekur upp í 1080P HD upplausn, er með innbyggða nætursjón og 110° víða linsu en ef það er ekki nóg er einnig hægt að snúa myndavélinni upp og niður, hægri og vinstri og ná þannig 360°. Með innbyggðum hljóðnema og hátalara getur þú hlustað úr myndavélinni ásamt því að tala í gegnum hana.

Hægt er að geyma upptökur á Micro-SD minniskorti (fylgir ekki með) í allt að 64GB stærð en auk þess er einnig hægt að geyma upptökur í skýinu.

Festingar til þess að festa myndavél á vegg eða í loft fylgja einnig með.

 

Tæknilegar upplýsingar:

Model MJSXJ02CM
Resolution 1080P
Aperture F2.1
Power input 5 V / 2 A
Lens angle 110°, rotatable up to 360°
Expandable memory Micro-SD (up to 64GB)
Wireless connectivity Wi-Fi IEEE 802.11 b/g/n 2.4 GHz
Package contents Mi Home Security Camera 360°1080P, wall mounting accessories pack, Micro-USB cable, user manual