Xiaomi og Microsoft í samstarf

Árið 2015 skrifaði Microsoft undir samning um að prófa Windows 10 stýrikerfið sitt á Xiaomi tækjum og ári seinna keypti Xiaomi fjölda leyfa til þess að nota Microsoft þjónustur fyrir enn fleiri tæki. 

  

Xiaomi & Microsoft

 

Nýlega gaf Microsoft út tilkynningu varðandi nýjan kafla í þeirra samstarfi þar sem fyrirtækin munu vinna náið saman að þróun skýjaþjónustu, gervigreindar og að sjálfsögðu vélbúnaði.

Microsoft er með einstaklega mikla og góða þekkingu á gervigreind og kannast flestir við Cortana sem fylgir nú með flestum tölvum, símum og snjall-hátölurum þeirra. Einnig er Microsoft með stærsta skýjaþjónustu í heiminum í dag og þar á meðal er vinsæla Azure þjónustan. Með raftækjum frá Xiaomi er ætlunin að halda áfram og auka við raftæki í fremstu röð.

 

Samstarf þeirra mun leggja mestu áherslur á eftirfarandi þætti:

  • Skýjaþjónustu: Með hröðum vöxt notenda þarf Xiaomi að stækka við gagnageymslu sína og mun Microsoft aðstoða meðal annars við það með Azure þjónustunni þeirra.  
  • Fartölvur: Xiaomi mun njóta stuðnings frá Microsoft varðandi sameiginlegra markaðssetningu, vöruþróun og innleiðingu á alþjóðlegan markað.
  • Samþætting Cortana við Mi AI: Unnið er hörðum höndum að samþættingu Cortana við gervigreindar hátalarann Mi AI.
  • Gervigreind: Þar sem Microsoft hefur víðamikla þekkingu og reynslu af gervigreind og Xiaomi með fjölbreytt úrval snjalltækja er markmiðið að mynda enn meiri samvirkni milli vélbúnaðar og hugbúnaðar og auka þar með upplifun notenda á Xiaomi tækjum.

 

 

Nánar má lesa um tilkynninguna á heimasíðu Microsoft með því að ýta hingað.


Skrifa umsögn

Vinsamlegast athugið, umsagnir verða samþykktar áður en þær sjást hér