Vörukynning 27. mars

Mörg þúsundir fylgdust spenntir með nýrri vörukynningu frá Xiaomi í dag, þriðjudaginn 27. mars. Miðaðist þessi vörukynning af nýjum Mi Mix 2 sem ber einfaldlega nafnið Mi Mix 2S. Tvær nýjar vörur voru einnig kynntar til leiks, leikjatölva og AI hátalari. 

Product Launch

 Við tókum saman það helsta úr þessari kynningu sem allir Xiaomi áhugamenn vilja ekki missa af.

 

Mi Mix 2S

Mi Mix 2S tekur við af gamla (samt bara hálfsárs gamall) Mi Mix 2. Það sem einkennir nýju tegundina eru eftirfarandi hlutir

 • Tvöföld myndavél
  Tvær myndavélar á bakhliðinni, hvor um sig 12MP, skilar ótrúlega skýrum myndum og skynjar dýptina frá bakgrunninum. DxO Mark er fyrirtæki sem mælir hversu góðar myndavélar eru í raun og veru og fékk Mi Mix 2S 101 stig frá þeim - það er meira en Samsung S9 sem fékk 99 stig.
 • Snapdragon 845
  Eini síminn á markaðinum með nýjasta Snapdragon 845 örgjörvann. Virkilega öflugur örgjörvi sem gerir símann enn hraðari og skilvirkari.
 • Adreno 630
  Skjákortið er töluvert betra og styður til að mynda ARCore leikjatæknina. ARCore er nýjasta leikjatæknin á markaðinum í dag þar sem notendur geta blandað leikjum við raunveruleikann á einstakann hátt.
 • Þráðlaus hleðsla
  Fyrsti Xiaomi síminn til þess að skarta þráðlausri hleðslu sem hefur verið lengi beðið eftir.

 

Mi Mix 2 vs Mi Mix 2S

 

Mi Gaming Laptop

Xiaomi gaf út sína fyrstu fartölvu sem er sérstaklega hönnuð fyrir tölvuleiki. Hvernig er hún sérstaklega hönnuð fyrir tölvuleiki? Sjáðu hvað er í vélinni hér að neðan.

 • 15.6" skjár
 • Nvidia GTX 1060 skjákort
 • Intel Core I7-7700HQ
 • 16GB vinnsluminni
 • 256GB SSD diskur
 • 1TB harður diskur
 • Öll tengi sem þú þarft - USB 3.0, USB-C, HDMI, 3.5mm heyrnartólatengi

Tölvan mun kosta 8.990 rmb (tæplega 150.000 kr) í Kína á meðan sambærleg tölva frá Alienware kostar 17.699 rmb (tæplega 280.000 kr).

Mi Gaming Laptop

Mi AI Speaker Mini

Síðast en ekki síst gaf Xiaomi út nýjan AI hátalara - Mi AI Speaker Mini. Þessi hátalari kostar aðeins 169 rmb sem er í kringum 2.600 kr. Enn sem komið er verður hann einungis til sölu í Kína.

 

Mi AI Speaker Mini

 


Skrifa umsögn

Vinsamlegast athugið, umsagnir verða samþykktar áður en þær sjást hér