Spenningur fyrir Mi Mix 2S

Næstkomandi þriðjudag, 27. mars, mun Xiaomi halda kynningu á nýjum vörum og þar á meðal verður kynntur til leiks Mi Mix 2S, ný útgáfa af Mi Mix 2.

Mikill spenningur er fyrir þessari kynningu og hefur Xiaomi gefið út nokkur myndbönd og vísbendingar fyrir því hverju skal vænta. Erfitt er að segja nákvæmlega hverju búast skal við en miðað við myndbönd eru góðar líkur á Facial Recognition eða á góðri íslensku andlitsgreiningu. Með þeirri tækni getur notandi aflæst símanum með því einu að horfa á símann og bendir einnig margt til þess aukahlutir eins og húfur eða skegg mun ekki hafa áhrif á þessa gerð andlitsgreiningu.

 

 

Mi Mix 2S

 


Skrifa umsögn

Vinsamlegast athugið, umsagnir verða samþykktar áður en þær sjást hér