Mi Mix 2 á hönnunarsafn í Munich, Þýskaland

Það eru engar ýkjur þegar talað er um fegurð Mi Mix 2.

Fyrri kynslóðin, Mi Mix 1, byrjaði fallegu síma-tískuna þar sem skjárinn þekur nánast allan flöt símans og er Mi Max 2 engin undantekning á því. 

Mi Mix 2

GizChina sagði frá því í þessari viku að Mi Mix 2 er kominn á hið virta hönnunarsafnið í Munich, Þýskalandi, eða Die Neue Sammlung (The Design Museum). Samkvæmt GizChina var það straumlínulöguð umgjörð símans úr keramík, með málm bakhlið og framhlið sem er nánast einungis skjár kom Mi Mix 2 á hönnunarsafn í Munich.

Die Neue Sammlung

 

Þetta er nú samt sem áður ekki eina safnið sem Mi Mix er á.

Í fyrra komst síminn á The National Design Museum of Finland sem er staðsett í Helsinki. The National Design Museum of Finland var stofnað árið 1873 og er eitt virtasta hönnunarsafn norðurlandanna og þótt víða væri leitað. Safnið hýsir meira en 75.000 verk og nú hefur Mi Mix 2 byrjað nýja línu hjá safninu sem inniheldur nútímalega snjallsíma.

Sama ár komst Mi Mix 1 og Mi Mix 2 einnig á The Centre Pompidou, The National Centre of Arts and Cultures í París, Frakklandi. The Centre Pompidou listasafnið er þekkt fyrir að hýsa ýmis hátæknileg tæki.

Síðast en ekki síst vann Mi Mix IDEA verðlaunin (International Design Excellence Awards) árið 2017 sem haldið er af IDSA (Industrial Designers Society of America).

 

Það er greinilegt að bæði Mi Mix 1 og Mi Mix 2 halda áfram að raða inn verðlaunum og viðurkenningum!

Mi Mix 2


Skrifa umsögn

Vinsamlegast athugið, umsagnir verða samþykktar áður en þær sjást hér