Þráðlaus hleðsla loksins væntanleg?

Hingað til hafa snjallsímarnir frá Xiaomi boðið upp á fjölda eiginleika en þráðlaus hleðsla hefur ekki enn verið einn af þeim.

Í lok seinasta árs var fyrirtækið Xiaomi skráð sem meðlimur hjá Wireless Power Consortium sem er þekkt fyrir þráðlausa hleðslu. Fjölmörg fyrirtæki nýta sér tæknina frá Wireless Power Consortium, þar á meðal Apple, Samsung, Nokia, Google og nú Xiaomi. 

Xiaomi skráð sem meðlimur hjá Wireless Power Consortium

Enn sem komið er hefur Xiaomi ekki tilkynnt um þráðlausa hleðslu í sínum símum en miðað við þessar fréttir bendir ansi margt til þess að það sé á döfinni hjá þeim og eru komnar nokkrar sögusagnir um að Mi 7 muni skarta þráðlausa hleðslu. Mi 7 er sagður koma út fyrsta ársfjórðung 2018 en það eru einnig óstaðfestar sögusagnir.

 

Frá þessu var fyrst sagt á Gadgets 360°.


Skrifa umsögn

Vinsamlegast athugið, umsagnir verða samþykktar áður en þær sjást hér