Afpökkun - Yi Dash Camera

Verið velkomin í Mi-hornið!

Í þessum þætti opnum við og skoðum vöruna Yi Dash Camera.

Frábær myndavél í bílinn sem sameinar alla vinsælustu eiginleika samsskonar myndavéla á markaðinum.

Myndavélin kemur í tveim litum, grár eins og sjá má í þessu myndbandi og gulllitaður.
Myndavélin er önnuð með ADAS (Advanced Driver Assistance System) tækninni sem gerir henni kleyft að greina upplýsingar svo sem hraða og staðsetningu bílsins á undan og sendir viðvörun sé viðkomandi bíll of nálægt þínum.
Í kassanum er allt sem til þarf, þar má nefna myndavélina - festingar fyrir framrúðu - rafmagnskapal og innstungu fyrir rafmagn.
Myndavélin tekur upp í 165° svo hún nær auðveldlega 3 akreinum í einu.
Innbyggð nætursjón leyfir myndavélinni að taka upp skýr myndbönd hvenær sem er sólarhringsins.

Á bakhliðinni má svo finna skjá þar sem hægt er að fylgjast með beint úr myndavélinni ásamt því að skoða gamlar upptökur en að sjálfsögðu er hægt að skoða þetta allt saman ásamt öðrum upplýsingum í Yi Dashcam appinu sem fæst fyrir alla snjallsíma.

 

Skoðaðu myndavélina nánar með því að ýta hingað.


Skrifa umsögn

Vinsamlegast athugið, umsagnir verða samþykktar áður en þær sjást hér