Að kaupa WiFi router og spara pening

Margar ástæður eru fyrir því afhverju sumir vilja skipta út routerinum sem símfyrirtæki þeirra leigir út. 

Algengasta ástæðan er líklegast sú að það marg borgar sig fyrir budduna. Sem dæmi leigir Vodafone venjulegan router á 750 kr á mánuði - það gerir 9.000 kr á ári. Þessi router er síðan sjaldan sem aldrei uppfærður nema þú sérstaklega biðjir um það og þá þarftu mögulega að borga fyrir það. Sem dæmi seljum við mjög góðan router á 6.990 kr, það þýðir að þú byrjar að spara pening eftir tæplega 9 mánuði.

Önnur ástæða er sú að routerinn stenst ekki kröfur notendanna. Í flestum tilfellum eru þetta ekki bestu routerarnir sem símfyrirtækin leigja út, þetta eru gamlar gerðir sem erfitt er að eiga við. Þeir sem kaupa sinn eigin router geta gert það sem þeim sýnist við hann, stillt hann eftir þörfum og oftar en ekki aukið WiFi hraðann.

 

Hver vill ekki spara pening? Gerðu buddunni þinni greiða og ýttu hingað.


Skrifa umsögn

Vinsamlegast athugið, umsagnir verða samþykktar áður en þær sjást hér